Fréttir

Söngsalur

Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag

Skólaakstur fellur niður í dag. Þrátt fyrir það verður mögulegt að mæta í skólann. Nemendur í 5.-10. bekk búsett í Ólafsfirði mæta í skólahúsið við Tjarnarstíg og nemendur í 5.-10.bekk búsett á Siglufirði mæta í skólahúsið við Norðurgötu. Kennarar munu taka á móti nemendum frá klukkan átta og aðstoða þá við nám til klukkan 13.00 Foreldrar þurfa undir öllum kringumstæðum að meta hvort barn á erindi í skólann. Aðstæður fólks eru ólíkar og börnin misjafnlega í stakk búin til að fara út í vont veður. Foreldrar tilkynna skólanum um forföll vegna veðurs ef þeir treysta sér ekki til senda barn í skólann vegna veðurs, færðar eða slæms útlits.
Lesa meira