Fréttir

5. bekkur í gróðursetningu

Mánudaginn 8. september fór 5. bekkur og gróðursetti 60 birkiplöntur niður við Ólafsfjarðarvatn. Veðrið lék við krakkana sem notuðu sérstaka gróðurstafi til að gróðursetja. Þetta gekk ljómandi vel og voru nemendur ángæðir með daginn. Hægt er að sjá fleiri myndir hér.  
Lesa meira

Allir með í fjallgöngu!

Allir með í fjallgöngu! Þriðjudaginn 9. september er fyrirhugað (ef veður verður skaplegt) að fara ásamt grunnskólanemendum í fjallgöngu í Fjallabyggð. Ákveðið hefur verið að bjóða bæjarbúum með í gönguferðirnar. Þær eru miserfiðar og þyngjast eftir aldri nemenda. Gönguferðirnar Siglufjarðarmegin hefjast kl. 9:30 og Ólafsfjarðarmegin kl. 8:30. Þeir sem hyggjast slást í för þurfa sjálfir að koma sér á upphafsstað göngu.   Gönguleiðir                                                                         1.-4.bekkur Siglufirði: Ríplar – frá skólahúsi Siglufirði  1.-4.bekkur Ólafsfirði: Kvíabekkjardalur – frá skólahúsi Ólafsfirði  (sameinast í bíla)                                          5.bekkur: Brimnesdalur –frá skólahúsi Ólafsfirði     6.bekkur: Burstabrekkudalur – frá skólahúsi Ólafsfirði                                                                              8. 9. og 10.bekkur: Siglufjarðarskarð – frá afleggjara að Hraunum í Fljótum og endað á Siglufirði  Með fyrirvara um breytingar. Upplýsingar á www.grunnskoli.fjallabyggd.is
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur - fleiri ferðir

Vakin er athygli á því að bætt hefur verið við ferð skólarútunnar frá Ólafsfirði á mánudögum og þriðjudögum. Síðasta ferð er nú kl. 16:45 frá Grunnskólanum við Tjarnarstíg.   Sjá nánar uppfærða aksturstöflu hér.
Lesa meira

Skólastarf komið vel af stað

Grunnskóli Fjallabyggðar var settur s.l. mánudag og var um leið tekin í notkun glæsileg nýbygging við skólahúsið í Norðurgötu. Unglingastigið mun því verða við Norðurgötuna í vetur ásamt yngstu nemendunum frá Siglufirði. Í nýbyggingunni er  mötuneyti og verkgreinastofur og munu nemendur því ekki þurfa að fara úr skólanum í verkgreinar né mat. Skólastarfið er nú komið vel af stað á báðum stöðum og eru spennandi vetur framundan hjá okkur hér í skólanum.  Sjá fleiri myndir úr Norðurgötunni hér.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir skólaliðastarf

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir skólaliðastarf   Laust er til umsóknar 50% staða skólaliða. Skólaliðastarfið er blandað starf sem felur í sér ræstingu og gæslu í skólahúsinu í Ólafsfirði. Vinnutími er kl. 11.00 – 15.00.  Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.   Umsóknarfrestur er til 29.ágúst nk.     Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma  844-5819844-5819  eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið rikey@fjallaskolar.is       Call Send SMS Add to Skype You'll need Skype CreditFree via Skype
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2014-2015 verður mánudaginn 25. ágúst nk. sem hér segir. Kl. 11:00              1.-4.bekkur og 8.-10.bekkur við Norðurgötu Siglufirði Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 10:40 og til baka frá Norðurgötu kl. 11:45 Kl: 13:00              1.-4.bekkur og 5.-7.bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði. Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12:40 og til baka frá Tjarnarstíg kl. 13:30 Nemendur í 1.bekk koma í boðuð viðtöl til umsjónarkennara þennan dag. Kennsla hefst þriðjudaginn 26.ágúst samkvæmt stundatöflu. Skólastjóri.
Lesa meira

Innkaupalistar

Nú fer senn að líða að nýju skólaári og undirbúningur fyrir komu nemenda hafinn. Innkaupalista fyrir næsta skólaár er hægt er að finna hér. Skóladagatal næsta skólaárs er hægt að finna hér. Skólaakstur er hægt að finna hér.
Lesa meira

Laust starf við Grunnskóla Fjallabyggðar

Starfsmaður óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára við Norðurgötu Siglufirði næsta skólaár til að sinna stuðningi við barn með sérþarfir.  Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi.  Vinnutími er frá kl. 13.00 til 16.00.  Ráðningin nær aðeins til starfstíma skóla. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.  Umsóknarfrestur er til 18.ágúst nk.  Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma  844-5819  eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið rikey@fjallaskolar.is  
Lesa meira

Sumarfrí

Útskriftarhópur 2014 Nú er fjórða ári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið og nemendur komnir í sumarfrí. Um leið og við þökkum fyrir veturinn óskum við ykkur góðs sumars. Árgangur 1998 lýkur nú 10 ára grunnskólagöngu sinni og þökkum við þeim sérstaklega fyrir góð kynni og óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur. Starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Skólaslit fimmtudaginn 5. júní 2014

Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Skólarútan fer frá Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni. Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu. Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna  8. og 9. bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.
Lesa meira