Fréttir

Gleðileg jól

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu. Við hefjum svo starfið aftur samkvæmt stundartöflu 3. janúar.
Lesa meira

Úrslit úr pipakökuhúsasamkeppninni

   Eins og undanfarin ár var efnt til piparkökuhúsasamkeppni í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það voru nemendur í 9. og 10.bekk sem völdu piparkökuhúsagerð í námsvali sínu sem tóku þátt. Skemmst er frá því að segja að húsin eru hvert öðru glæsilegri og starfsmenn skólans áttu í miklum erfiðleikum með  að velja eitt hús fallegst. Niðurstaðan var þó að hús nr 2 hlaut flest atkvæði og voru verðlaun veitt á litlu jólunum. Það voru þær Elísabet Sif Ingimarsdóttir, Marín Líf Gautadóttir og Ólína ýr Jóakimsdóttir sem áttu fallegasta húsið. Hægt er að sjá myndir af húsunum hér.  
Lesa meira

100 ára afmæli skólahússins við Norðurgötu.

  Þann 18. desember eru 100 ár síðan skólahúsið við Norðurgötu var tekið í notkun. Af því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa opið hús frá kl. 11-13.  Nemendur í  1. – 4. bekk á Siglufirði hafa verið að læra um gamla tímann og unnið verkefni sem verða til sýnis. Börnin munu syngja fyrir gesti kl. 11:15 og kl.12:30. Allir velunnarar skólans á öllum aldri velkomnir.    
Lesa meira

Jólaþorp við Tjarnarstíg

Þetta skemmtilega jólþorp var sett upp í vikunni og má finna það á neðri hæðinni við Tjarnastíg.
Lesa meira

Breytt fyrirkomulag matartíma við Norðurgötu

Síðari hluta nóvember varð það loks að veruleika að nemendur í 1.-4. bekk við Norðurgötu geta matast í skólanum. Nemendur fá nú matarbakka frá Rauðku í stað þess að fara í Kaffi Rauðku og borða í hverju hádegi. Gengur þetta fyrirkomulag ljómandi vel og hefur minnkað álag á bæði nemendur og þá sem hafa fylgt þeim milli staða í hádeginu. Auk þess er öryggi nemenda nú meira þar sem þeir þurfa ekki að vera á gangi í umferðinni í hádeginu. Nemendur gera matnum góð skil í ró og næði í skólanum
Lesa meira

Hreystidagur - Skólahreysti

Í dag var hreystidagur hjá 5. -10. bekk og var dagurinn tileinkaður Skólahreysti. Hófst hann í morgun þegar allir nemendur í  5. -7. bekkur fengu að spreyta sig í Skólahreystibrautinni í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Áhuginn og spennan var áberandi hjá nemendum og var mikið lagt á sig til að ná sem bestum árangri. Eftir hádegi fór svo unglingastigið til Ólafsfjarðar þar sem áhugasamir fengu að spreyta sig í brautinni og reyna að komast í skólahreystilið skólans. Úrslitin munu svo koma síðar hér á síðuna en þangað til er hægt að skoða fleiri myndir af þessum skemmtilega degi hér. 1.-4. bekkur verður svo með sinn hreystidag á morgun.
Lesa meira

Jólaföndur

Á morgun 4.des kl 18:00 mun 1. - 4. bekkur hittast í sínu skólahúsnæði og föndra með foreldrum sínum.  Fimmtudaginn 5. des kl 18:00 mun svo 5.-6. bekkur hittast við Tjarnarstíg  og föndra með sínu foreldrum. 7. bekkur mun svo vera með kaffisölu á meðan á jólaföndri stendur.
Lesa meira