Fréttir

Tiltektardagur - Ruslakeppni

Í dag var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og dagurinn notaður til að snyrta umhverfið í báðum bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Nemendum frá Ólafsfirði var skipt í tvo hópa og hreinsuðu þeir til í sitt hvorum bæjarhuta Ólafsfjarðar og sama á við um siglfirsku nemendurna en þeir hreinsuðu til á Siglufirði. Keppt var um hvor hópurinn safnaði meira af rusli í hvorum bæ fyrir sig. Var mikið kapp í fólki og gekk hreinsunin vel.
Lesa meira

Rödd Íslands

Í gær kom Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, við á Siglufirði og í Ólafsfirði í hringferð sinni um landið. Tilgangur ferðarinnar er að finna rödd þjóðarinnar og fá hana til að hljóma í laginu Ísland sem Fjallabræður eru að fara að taka upp.
Lesa meira

Kynning á ferilskrá fyrir 10. bekk

Í morgun heimsótti fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu nemendur 10. bekkjar og kynnti fyrir þeim svokallaða Europass ferilskrá og afhenti öllum eintak til að nota í nánustu framtíð. Það styttist í að þessir einstaklingar fari út á vinnumarkaðinn og þegar sótt er um vinnu þá getur þessi ferilskrá komið að góðum notum.
Lesa meira

Tónlist frá Balkanlöndunum

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans kom í heimsókn til Fjallabyggðar í gær á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju og Tjarnarborg fyrir nemendur skólans.  Meðlimir sveitarinnar fóru með nemendur í stutt ferðalag í máli, myndum og tónum til nokkurra af Balkanlöndunum. Léku þeir á alls kyns skemmtileg og óvenjuleg hljóðfæri.
Lesa meira

6. sæti í Skólahreysti

Rétt fyrir páskaleyfi fór keppni í riðli skólans í Skólahreysti fram á Akureyri. Farin var hópferð með alla nemendur eldri deildar til að fylgjast með keppninni og hvetja okkar fólk til dáða. Lið skólans var skipað þeim Agnesi Sigvaldadóttur, Jakobi Snæ Árnasyni, Köru Gautadóttur og Grétari Áka Bergssyni. 
Lesa meira