Fréttir

Haustþing kennara og frí hjá nemendum

Föstudaginn 30. september er haustþing kennara og því frí  hjá nemendum. Haustþingið fer fram í Fjallabyggð og munu kennarar af Norðurlandi vestra sækja þingið. Boðið er uppá ýmsa fyrirlestra og málstofur auk námsefniskynninga og fer þingið fram í Ólafsfirði fram að hádegi en eftir hádegi á Siglufirði.  
Lesa meira

Foreldrar barna með ADHD!

             Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna með ADHD verður haldið laugardagana 15. og  29.október 2011 á vegum ADHD samtakanna. Námskeiðið verður í fjarfundi og stendur yfir frá  kl. 10:00 til 14:45 báða dagana.  Lögð verður áhersla á að foreldrar öðlist góðan skilning á ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna sinna.   Áhugasamir hafi samband á bæjarskrifstofuna í síma 4649100 eða sendi póst á: hrefna@fjallabyggd.iseða helgah@fjallabyggd.is fyrir 30.september nk.   Félagsþjónusta Fjallabyggðar
Lesa meira

Nemendur sýndu dans í miðbæ Siglufjarðar

Nokkrir nemendur 10.bekkjar hafa verið í dansvali nú í byrjun skólaársins. Þeir luku því námi á föstudaginn og enduðu á að dansa með nemendum 6.bekkjar á torginu. Báðir þessir bekkir hafa upp á síðkastið æft dans sem saminn var vegna "Alþjóðlega dans dagsins", sem haldinn er árlega um heim allann. Þó nokkrir áhorfendur voru að þessum viðburði og var dönsurunum vel fagnað.
Lesa meira

Frá iðjuþjálfa

Mikilvægt er að nemendur tileinki sér rétt grip um skriffæri. Rétt grip stuðlar að réttum vinnustellingum og þar af leiðandi réttrar beitingar líkamans við vinnu. Rangt grip getur leitt til þreytu og sársauka í fingrum, hendi, handlegg, öxlum og hálsi. Einnig er höfuðverkur og vöðvabólga afleyðing af röngu gripi. Margir nemendur halda einnig of fast um skriffæri en það getur einnig leitt til álags á hendi og axlir. Iðjuþjálfi Grunnskólans í Fjallabyggð hvetur foreldra til að leiðrétta rangt grip hjá börnum sínum og stuðla þannig að bættri heilsu þeirra og líðan.   Leiðbeiningar um rétt grip Guðrún Þorvaldsdóttir Iðjuþjálfi Grunnskóla Fjallabyggðar gudrun@fjallaskolar.is
Lesa meira

Samræmd próf standa yfir

Þessa vikuna standa samræmd próf yfir í skólanum. Nemendur 10. bekkjar luku sínu þriðja og síðasta prófi í dag en þeir þreyttu próf í íslensku, ensku og stærðfræði.
Lesa meira

1. og 2. bekkur sýndu myndir og fluttu Dalavísu

Síðastliðin föstudag fóru 1. og 2. bekkur á Siglufirði og sýndu myndir á torginu, í hjarta bæjarins. Myndirnar unnu þau í samfélags- og náttúrufræði, einnig fluttu þau Dalvísu eftir náttúrufræðinginn og skáldið Jónas Hallgrímsson. Hér má sjá tvær myndir af deginum.
Lesa meira

Hreystidagur haldinn hjá yngri deildinni síðastliðin miðvikudag

Síðastliðin miðvikudag var haldinn hreystidagur hjá yngri deildinni. Dagurinn var nýttur í gönguferðir og í þetta sinn gengu hóparnir um í þremur fjörðum, Ólafsfirði, Héðinsfirði og Siglufirði. Veðrið lék við krakkana og hægt er að sjá myndir af deginum á myndavef á síðunnar.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð og dagur íslenskrar náttúru

Föstudagurinn 16. september                                                           Í tilefni af ljóðahátíðinni Glóð sem stendur yfir á Siglufirði 15. -17. september og Degi íslenskrar náttúru, mun Þórarinn Hannesson heimsækja yngri deildir Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði og Ólafsfirði og lesa eigin ljóð sem tengjast leikjum barna í íslenskri náttúru.   Klukkan 12.30 mun 1. og 2. bekkur á Siglufirði sýna myndir á torginu, í hjarta bæjarins. Myndirnar unnu þau í samfélags- og náttúrufræði og   flytja  Dalvísu eftir náttúrufræðinginn og skáldið Jónas Hallgrímsson.
Lesa meira

Skólaakstur kl. 10

Skólabíllinn er kominn í lag, fyrsta ferð frá Ólafsfirði verður kl. 10 í dag.  
Lesa meira

Hreystidagur á morgun hjá yngri deildinni

Á morgun miðvikudaginn 14. sept verður haldin hreystidagur fyrir 1. -7. bekk. Dagurinn er tileinkaður gönguferðum. Nauðsynlegt er að vera vel útbúin með staðgott nesti.
Lesa meira