Fréttir

Vetrarfrí

Vetrarfrí  skólans verður  1. og 2. nóvember, kennsla hefst aftur miðvikudaginn 3. Nóvember samkvæmt stundatöflu.    
Lesa meira

Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Í dag heimsótti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson Grunnskóla Fjallabyggðar.  Í morgun hitti hann nemendur yngri deildanna og las fyrir þá úr bók sinni Ertu Guð, afi? en fyrir hana hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrr á þessu ári.  Var lestrinum afar vel tekið. 
Lesa meira

Grænlensk menningarvika

Þessa viku er grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð. Grænlenskir listamenn eru hér í heimsókn, sýna grænlenska list og fræða börnin um Grænland, sögu þess og menningu.
Lesa meira

Hreystidagur eldri deildar

Það var líf og fjör á hreystidegi eldri deildar skólans sl. þriðjudag.  Nemendur gengu suður að Hóli og tóku þar þátt í Norræna skólahlaupinu.  Stóðu þeir sig mjög vel og skiluðu hátt í þúsund kílómetrum fyrir Íslands hönd.  Hægt var að velja um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km og hlupu margir lengstu vegalengdina. 
Lesa meira

Leikhúsferð 1. -5. bekkjar

Miðvikudaginn 20. október var 1.- 5. bekk boðið í menningarhúsið Hof á Akureyri en þar fluttir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Síðastliðinn þriðjudag hittust nemendur yngri deilda Grunnskólans í Fjallabyggð og tóku þátt í Norræna skólahlaupinu. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyfingu sína. Lögð er áhersla á að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn á ýmsan hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Skólaakstur eftir opnun Héðinsfjarðargangna

Alla daga er farið frá barnaskólahúsinu í Ólafsfirði kl. 8.20 og hefst kennsla í unglingadeild kl. 8.50. Ferðir um göngin verða nokkrar daglega frá skólahúsinu Hlíðarvegi og ættu flestir nemendur  að ná heimferð til Ólafsfjarðar stuttu eftir að skóladegi þeirra lýkur. Heimferðir eru sem hér segir:  Mánudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Þriðjudagur: kl. 13.50, 15.25 og 16.30  Miðvikudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Fimmtudagur: kl. 13.50, 15.25 og 16.30  Föstudagur: kl. 12.50, 14.40 og 16.00  Fleiri ferðir eru í boði eins og sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins   http://www.fjallabyggd.is/
Lesa meira