Iđjuţjálfun

Iðjuþjálfari skólans er Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvað gerir iðjuþjálfi i grunnskóla?
 
Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga erfitt með athafnir daglegs lífs. Markmið iðjuþjálfa er auka færni barna við nám og leik með því m.a. að ýta undir skyn og hreyfiþroska þeirra. Til að meta færni eru notuð matstæki sem sýna veikar og sterkar hliðar ásamt því að iðjuþjálfi fylgist með barninu í leik og starfi. Iðjuþjálfar horfa sérstaklega til skynhreyfi-, vitsmuna- og sálfélagslegra þátta en þeir skipta máli þegar kemur að þroska barnsins. Iðjuþjálfar horfa líka til líkamsbeitingar, verkgetu, aðferða við lausn verkefna, virkni og atferli barnsins. Í iðjuþjálfun er lögð áhersla á að efla barnið í að nýta styrkleika sína til að ná auknum þroska, sjálfstæði og auka þar með lífsgæði þess.

Veturinn 2011-2012 verða starfræktir fínhreyfihópar fyrir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar. Fínhreyfifærni má skilgreina sem hreyfingar lítilla vöðva, sem eiga sér stað í fingrunum með samhæfingu sjónarinnar. Fínhreyfingar þroskast ekki á einni nóttu heldur með tíma og æfingu. Iðjuþjálfi mun meta alla nemendur í 1.-4. bekk í samvinnu við bekkjarkennara. Að því loknu mun iðjuþjálfi sinna þeim nemendum sem þurfa á þjálfun eða leiðbeiningum að halda varðandi fínhreyfingar. 

Nú á fyrstu dögum skólans mun iðjuþjálfinn hitta alla bekki ásamt umsjónarkennurum og ræða réttar líkamsbeitingu við borðvinnu. Mikilvægi þess að beita líkamanum rétt, breyta reglulega um vinnustellingar og standa reglulega upp og hreyfa sig. Það eykur það einbeitningu að liðka sig reglulega því að ef setið er lengi í sömu stellingunni stífna vöðvarnir frekar.

Iðjuþjálfi hvetur foreldra til að huga að  þeirri vinnuaðstöðu sem börn þeirra nýta sér við heimanám. Góður stóll sem auðvelt er að hæðastilla, borð og lampi er allt sem þarf til að tryggja barninu líði vel á  meðan það lýkur við heimanám.

Þrjú mikilvæg atriði: 
Fætur eiga að ná niður í gólf og sem minnst kreppa í hnjám. 
Axlir eiga að vera slakar og olnbogar hvíla á borði 
Bak á að vera beint og þétt upp við stólbak.

Leiðbeiningar um rétt grip


Með kveðju  
Guðrún Þorv. iðjuþjálfi


SÍMANÚMER
464 9150