Safnaferð 5. bekkjar í Skagafjörð

Miðvikudaginn 10. sept fór 5. bekkur í safnaferð í Skagafjörðinn. Byrjað var á að fara í Glaumbæ þar sem við skoðuðum gamla bæinn og alla gömlu munina. Svo var ferðinni heitið á Hóla í Hjaltadal þar sem tekið var mjög vel á móti okkur, við skoðuðum kirkjuna og kirkjuturninn og svo fengum við líka að skoða hesthúsin. Þetta var frábær og fræðandi ferð. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni hér.