Alþjóða skólamjólkurdagurinn í dag

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er í dag og er hann haldinn í fimmtánta sinn víða um heim fyrir tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Í tilefni dagsins bjóða íslenskir kúabændur með aðstoð frá Mjólkursamsölunni öllum leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Á Alþjóðlega skólamjólkurdeginum er vakin athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.