Þorrablót á óveðursdegi

Þorrablót var haldið við Norðurgötuna í dag, nemendur á yngsta stigi höfðu viðeigandi nesti og borðuðu vel. Síðan var boðið til söngstundar og nemendur í 5. 6. og 7. bekk sem mættu að þessu sinni í Norðurgötuna vegna veðurs og 8. 9. og 10. bekkir slógust í hópinn og sungu með. Lögin Þorraþræll, Þegar hnígur húm að þorra, Fósturlandsins freyja, Táp og fjör, Yfir kaldan eyðisand, Vatnsdælingastemma, Kátir voru karlar og Diri diri damm voru sungin af fullum krafti með undirspili Guðmanns tónmenntakennara.