Þorgrímur Þráinsson heimsækir miðstigið

Í gær heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur á miðstigi og kynnti fyrir þeim nýjustu bókina sína Henrí og hetjurnar ásamt fleiri bókum sem hann hefur skrifað. Nemendum þótti kynningin afskaplega spennandi og spurðu Þorgrím spjörunum úr. Í yndislestri í morgun mátti svo sjá suma nemendur lesa um Henrí og hetjurnar og nemendur voru með það á hreinu að þeir ætluðu að lesa fleiri bækur Þorgríms.