Skólahreystiferð unglingastigs, nánari upplýsingar hér

Á miðvikudag keppir okkar skólalið í skólahreysti á Akureyri. Ætlunin er að bjóða öllum nemendum á unglingastigi með til Akureyrar, þar sem farið verður á skauta og svo í íþróttahöllina til að fylgjast með keppninni og hvetja okkar fólk. Þeir sem eru í mötuneyti skólans fá nestispakka frá Allanum, en aðrir þurfa að hafa með sér nesti. Minnum á að okkar litur er gulur og skólinn útvegar gula boli fyrir stuðningsliðið. Ef einhver á annan gulan fatnað eða fylgihluti má að sjálfsögðu notast við það.

Ferðatilhögun er með eftirfarandi hætti.

Kl. 9.00 - farið frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði Kl. 9.30 - farið frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 10.30 - Skautahöllin - farið á skauta og nesti borðað.

Kl. 12.00 - farið í íþróttahöllina

Kl. 13.00 - keppni hefst

Kl. 16.00 - áætluð heimferð.

 

Hafið endilega samband ef eitthvað er óljóst.

Kveðja frá hreystiteymi skólans.