Nú aukum við áhersluna á lestur

Þessa dagana aukum við áherslu á lestur og lestrartengda vinnu á öllum stigum.  Fjölbreytt vinna fer fram þar sem áherslan er mismunandi á milli stiga. Sem dæmi má nefna þá á stundum að lesa fyrir einhvern yngri, lesa yfir kakóbolla, lesa fréttir eða ævintýri eða vinna ýmiskonar fjölbreytt verkefni tengd lesskilningi. Til að betri árangur náist hvetjum við foreldra til að taka þátt með okkur og lesa með börnum sínum eða leggja þeim lið við að bæta árangur sinn í lestri.