Fréttir

Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.30 í skólahúsinu við Norðurgötu. Dagskrá fundarins. 1.  Kynning á sjálfsmatstækinu Skólapúlsinn 2.  Kynning á hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar og vinnunni í skólanum. 3.  Erindi námsráðgjafa um hvernig foreldrar geta stutt börn sín í náminu, aukið metnað og trú á eigin getu. Skólastjóri
Lesa meira

Skólanum færð gjöf

S.l  föstudag tóku Ríkey Sigurbjörnsdóttir  og Róbert Haraldsson ásamt hópi nemenda í fluguhnýtingarvali við gjöf frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar með styrk frá Sparisjóðnum og Vesturröst. Félagið gaf skólanum 3 flugustangir að gjöf en fluguhnýtingar og stangveiði hefur verið valfag í skólanum síðustu ár sem er einstakt á landsvísu. Við í skólanum færum fyrrgreindum aðilum okkar bestu þakkir fyrir rausnarlega gjöf og mun hún nýtast nemendum okkar vel.
Lesa meira

Skákkennsla við Tjarnarstíg

Í dag hófst skákkennsla fyrir alla bekki í Tjarnarstígnum. Það er Sr. Sigurður Ægisson sem hefur tekið að sér að segja börnunum til og voru nemendur mjög áhugasamir um skákina. Sr. Sigurður mun koma næstu 4 vikur og leiðbeina hverjum bekk í eina kennslustund. Hér má sjá myndir úr skákkennslunni. 
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppnin

Þann 31. janúar fer hin árlega Söng- og hæfileikakeppni skólans fram í Tjarnarborg. Þar munu fjölmargir nemendur stíga á stokk og sýna hina ýmsu hæfileika sem þeir búa yfir. Líklegt er þó að söngurinn verði fyrirferðamestur. Undanfarin ár hefur verið húsfyllir í Tjarnarborg á þessum viðburði og gestir hafa skemmt sér sérlega vel.
Lesa meira

Skólaráð

Við skólann er starfandi skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald. Skólaráð fundar reglulega um málefni skólans og er hægt að nálgast fundagerðir skólaráðs hér eða undir linknum um skólann - skólaráð.
Lesa meira

Aksturstafla fram á sumar

Nú er tilbúin ný aksturstafla sem gildir fram á sumar,  hægt er að nálgast hana linknum tímaáætlun skólabíls  vinstra megin á síðunni.
Lesa meira