Fréttir

Útivistadagur hjá unglingastiginu

S.l föstudag var hreystidagur en hreystidagurinn í september er gjarnan nýttur í göngu og skoðunarferðir. Unglingastigið gekk að þessu sinni í blíðskaparveðri hringinn í kringum Ólafsfjarðarvatn en hringurinn er u.þ.b. 17 km.  
Lesa meira

Foreldrafundir hefjast í næstu viku

Næstu tvær vikur  verða haldnir foreldrafundir fyrir alla bekki, hér fyrir neðan má sjá skipulag næstu viku. 9.sept  - 10.bekkur kl. 18.00 10.sept – 9.bekkur kl. 18.00 11.sept – 8. Bekkur kl. 18.00 12.sept – 7.bekkur  kl. 18.00  
Lesa meira

Hreystidagur - útikennsla

1. og 2. bekkur við Norðurgötu fór í langan göngutúr í morgun út í Bakka. Þar var farið í berjamó og ýmis undur náttúrunnar skoðuð. Veðrið lék við okkur og allir voru duglegir og kátir.
Lesa meira

206 nemendur við skólann í vetur

Skólastarfið fer vel af stað nú á haustdögum. Nemendur koma endurnærðir til vinnu og náms eftir gott sumar tilbúnir að takast á við verkefni vetrarins. Skráðir nemendur í upphafi skólaárs eru 206 talsins og er það fækkun um nærri 20 nemendur frá síðasta skólaári.
Lesa meira

Ábending til ökumanna í Fjallabyggð

Skólastarf er byrjað á ný  og börnin okkar komin út í umferðina.  Ástæða er til að benda á nýja gönguleið sem nemendur á Siglufirði fara í hádeginu til að komast í mat. Nú fara nemendur yfir Aðalgötu og Gránugötu til þess að komast í Rauðku. Báðar þessar götur eru mikilvægar umferðaræðar og umferð töluverð um hádegisbil. Við biðjum akandi vegfarendur að fara með gát.     Skólastjóri
Lesa meira

Göngudagur við Tjarnarstíg

Í gær gengu nemendur við Tjarnarstíg hinar ýmsar gönguleiðir um Ólafsfjörð í blíðskaparveðri. Ákveðið var að grípa góða veðrið og flýta fyrir hreystideginum sem vera átti 6. Sept.  1. -4. Bekkur gekk frá Kleifunum inn í Árdal 5. bekkur gekk í Brimnesdalinn 6. bekkur gekk í Burstabrekkudalinn 7. bekkur gekk frá Kleifunum inn í Fossdal Gangan gekk vel í alla staði og veðrið lék við mannskapinn sem skilað sér heim um hádegisbil berjablár með bros á vör.
Lesa meira

Skólasetning nk. mánudag

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst sem hér segir.     8.-10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30.   1.-4. bekkur við Norðurgötu Siglufirði kl. 11.00   1.-7. bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 13.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 13.30   Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.   Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27.ágúst n.k.   Með von um góðan og farsælan vetur og gott samstarf.   Skólastjórnendur.
Lesa meira

Skólaárið 2013-2014

Nú stendur yfir vinna við að skipuleggja næsta skólaár. Skóladagatal næsta vetrar má finna  hér . Eins geta foreldrar nálgast innkaupalista bekkjanna  hér . Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í sumarfríinu.  
Lesa meira

Skólaslit og akstur

Skólaslitin fara fram föstudaginn 7. júní á starfsstöðvunum þremur sem hér segir: Kl. 11.00 í íþróttahúsinu Tjarnarstíg fyrir yngri deildina  Ólafsfirði Kl. 13.00 í íþróttasalnum Norðurgötu fyrir yngri deildina Siglufirði Kl. 17. 00 í Siglufjarðarkirkju fyrir unglingadeildina Skólaakstur á skólaslitin 7. júní verða sem hér segir: Kl. 10.35 frá Norðurgötu Siglufirði Kl. 11.40 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 16.35 frá Tjarnarstíg Ólafsfirði Kl. 18.15 frá Torginu Siglufirði
Lesa meira

Starfskynningar

Undanfarna fjóra daga hafa nemendur 10. bekkjar verið í starfskynningum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu. Nemendur eru við störf tvo daga í senn hjá hverju fyrirtæki, taka þar þátt í daglegum verkefnum og kynnast starfseminni. Nemendum finnst þetta mjög áhugavert og stundum fá nemendur sumarstörf hjá viðkomandi fyrirtæki í kjölfar starfskynningarinnar.
Lesa meira