Fréttir

Skíðadagur

Á morgun miðvikudag er stefnt á skíðadag hjá unglingastiginu og yngri deildinni Ólafsfjarðarmegin. Nánari upplýsingar um hvernig deginum verður háttað hafa nemendur fengið í bréfi með sér heim eða í tölvupósti. Skíðadagur hjá yngri deildinni Siglufjarðarmegin verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Líf og fjör á skólalóðinni við Tjarnarstíg

Nú má sjá fyrstu ummerki um að framkvæmdir séu að hefjast við Tjarnarstíg. Byrjað er að girða fyrir byggingarframkvæmdirnar og stórar vinnuvélar skreyta nú skólalóðina.  Nemendur fylgjast vel með öllu saman en láta þetta þó ekki trufla sig við sínar eigin framkvæmdir. Nú þegar við höfum svona fínan snjó bygga þau virki í kringum skólalóðina og njóta þess að leika sér í snjónum. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í frímínútunum í morgun. Sjá fleiri myndir í lesa meira.
Lesa meira

Tilkynningin um skólahald 10. janúar 2012

Vegna veðurs og versnandi veðurútlits fellur skólaakstur niður í dag í Fjallabyggð. Skólastarf í unglingadeild verður fyrir þá sem komast.  Foreldrar barna í yngri deildum meta aðstæður en skólastarf verður fyrir þá sem koma í skólann.   Af öryggisástæðum er mikilvægt að foreldrar tilkynni forföll símleiðis s:464-9150 eða með tölvupósti á netfangið helga@fjallaskolar.is
Lesa meira

Foreldrafundir

Á næstu vikum verða foreldrafundir í ölllum bekkjum samkvæmt skóladagatali. Hægt er að sjá áætlaðar dagsetningarnar hér til hliðar á dagatalinu eða á skóladagatalinu sem er undir ýmis skjöl. Umsjónarkennarar munu setja niður tímasetningar og senda nánari upplýsingar um það heim þegar að því kemur.
Lesa meira

Gleðilegt ár

Á morgun miðvikudag hefst skóli á nýjan leik samkvæmt stundatöflu. Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á rútuáætlun og má sjá eftirfarandi frétt á heimasíðu Fjallabyggðar. Þar sem áætlunarakstur frá Siglufirði til akureyrar er væntanlegur og breytinga er að vænta varðandi frístundaakstur verður aðeins gefin út aksturstafla fyrir fyrstu tvær vikurnar árið 2012, töfluna má finna hér.
Lesa meira