Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti

 

Í dag er Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisréttis en hann er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ungt fólk.

Í fyrra leitaði skrifstofan til allra leik- og grunnskóla um að vinna saman að skemmtilegu verkefni sem fólst í því að fara út fyrir skólabygginguna og leiðast í kringum hana og þannig standa saman með margreytileika í okkar samfélagi. Í ár var þetta skemmtilega verkefni endurtekið og tóku nemendur og starfsmenn við Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í verkefninu. Hægt er að sjá myndir frá uppákomunni hér.