Grunnskóli Fjallabyggđar

Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggđar auglýsir

50% staða grunnskólakennara er laus til umsóknar fyrir næsta skólaár. Um er að ræða afleysingu til eins árs. Kennslugreinar eru dans og íþróttir. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. Upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri í síma 464-9150 og 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is

Sumarfrí

Útskriftarhópur 2014

Nú er fjórða ári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið og nemendur komnir í sumarfrí. Um leið og við þökkum fyrir veturinn óskum við ykkur góðs sumars. Árgangur 1998 lýkur nú 10 ára grunnskólagöngu sinni og þökkum við þeim sérstaklega fyrir góð kynni og óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur.

Starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar.

Skólaslit fimmtudaginn 5. júní 2014

Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Skólarútan fer frá Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni.

Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu.

Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna  8. og 9. bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.


Hamagangur á Óló


Í morgun var hamagangur á Ólafsfirði þar sem nemendur fengu að spreyta sig í ýmsum þrautum og leikjum. Veðrið hefði mátt vera betra en nemendur létu það ekki koma að sök og skemmtu sér ljómandi vel. Nú er er þetta skólaár að líða undir lok en á morgun er starfsdagur og á fimmtudaginn skólaslit.
Hægt er að sjá myndir af deginum hér og einnig er búið að setja inn myndir frá bandýboltanumhér.


headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya