Grunnskóli Fjallabyggđar

Fréttir

Vorhátíđ í gćr og páskafrí
Í gær var haldin vorhátíð nemenda í 1. - 7. bekk fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og gerðu kvöldið einstaklega skemmtilegt. Kærar þakkir til allra þeirra sem komu og áttu með okkur góða stund. Hægt er að sjá myndir frá nemendasýningunni um morguninn hér.
Framundan er páskafrí og hefst skóli aftur þriðjudaginn 22. apríl.

Gleðilega páska

Vorhátíđ

VORHÁTÍÐ

Grunnskóla Fjallabyggðar

 

Fimmtudaginn 10. apríl kl. 18 verður vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði

 

Aðgangseyrir:

Nemendur 8.-10. bekkjar 500 krónur

16 ára og eldri 1500 krónur

 

Rúta fer frá Torginu kl. 17:30 og til baka að sýningu lokinni.

 

Allir velkomnir!


Niđurstöđur úr Olweusarkönnun

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur það að markmiði að starfa að einurð gegn einelti og vinnur því samkvæmt Olweusaráætlun. Einn hluti Olweusaráætlunarinnar er að leggja fyrir nemendur 5 – 10 bekkjar rafræna nafnlausa könnun um eineltisvandann o.fl. í formi sérhannaðs spurningalista. Þessi könnun er lögð fyrir árlega og er ætlun hennar að finna einelti og koma í veg fyrir það.  Hér má sjá niðurstöður síðustu eineltiskönnunar. 

 

 

 

 

 


Dagur barnabókarinnar - heimsókn höfundar


Örlygur Kristfinnsson, höfundur bókarinnar Saga úr Síldarfirði heimsótti 1.- 4. bekk.
Bókin er verkefni í Byrjendalæsinu þessa viku og eru krakkarnir að vinna ýmis verkefni sem tengjast sögunni.headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya