Grunnskóli Fjallabyggđar

Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggđar auglýsir stuđningsfulltrúastarf

 Við Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar 50% tímabundin staða stuðningsfulltrúa, út skólaárið. Stuðningsfulltrúi fylgir nemanda á unglingastigi með skilgreinda fötlun. 

Vinnutími er kl. 08:00 – 12:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum. 

Í Grunnskóla Fjallabyggðar er stuðst við hugmyndir Uppeldi til ábyrgðar og Olweusaráætlunar. Þá er verið að innleiða ART í bekkjarstarfi. 

Umsóknarfrestur er til 28. nóvember nk. 

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma  844-5819  eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is.
Umsóknir skulu sendar á netfangið rikey@fjallaskolar.is 

 


5. bekkur lćrir um gamla tímann


 
Við í 5. bekk höfum verið að læra um „gamla tímann“ og fengum senda tóvinnukassa og leikjakassa frá Þjóðminjasafninu til þess að kynnast þessum tíma enn betur. Í tóvinnukassanum eru alls kyns áhöld sem tengjast ullarvinnu áður fyrr, nemendur fengu að prófa að kemba ull og nota halasnældu. Í leikjakassanum er að finna leggi, kjúkur, völur, skeljar, tréleikföng og leikjahefti með gömlum leikjum sem gaman er að prófa. Nemendur bekkjarins skemmtu sér mjög vel við þessa vinnu og lærðu heilmargt.
Hægt er að sjá myndir af nemendum hér.

Vinaliđaverkefni


Nú er vinaliðaverkefnið búið að vera í fullum gangi hjá okkur við Tjarnarstíg í nokkurn tíma og nýtur það gífurlegra vinsælda enda krakkarnir duglegir að taka þátt í þeim leikjum sem í boði eru.  Nýjir vinaliðar voru valdir í haust og á tveggja vikna fresti kemur inn nýtt leikjaplan fyrir komandi vikur, hægt er að sjá leikjaplanið hér vinstra megin á síðunni undir VL

 

Vinaliðastarfið sjálft er mjög vinsælt enda skemmtilegt starf sem er umbunað á spennandi hátt. Nú er komin ný heimasíða fyrir vinaliðaverkefnið á Íslandi og þar er hægt að sjá t.d frétt frá N4 um leikjanámskeiðið á Þelamörk í fyrravetur, fríðindi vinaliða í vinaliðaskólum á íslandi og frekari upplýsingar um verkefnið. Það er María B Leifsdóttir sem stýrir verkefninu í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Heimasíða Vinaliðaverkefnisins á Íslandi. https://tackk.com/vinalidar


Vinabekkur 5. bekkjar í HollandiÍ dag spjölluðu hollenski og íslenski vinabekkurinn saman. Ipad var notaður og gengu krakkarnir um skólann til að sýna vinum sínum það sem þau hafa verið að gera. Sýndu þeim smíðastofuna og beindu svo myndavélinni til fjalla til að sýna þeim umhverfið. Hin hollensku borðuðu harðfisk með smjöri í beinni útsendingu og fannst hann góður!

headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya