Grunnskóli Fjallabyggđar

Fréttir

Skemmtileg stund á bókasafninu


Miðvikudaginn 22. október var bókakynning á Bókasafni Fjallabyggðar. Nokkrir nemendur úr 5. bekk lásu úr bókinni Minni líkur, meiri von eftir Marjolijn Hof og sagt var frá nýjustu bók hennar. Þetta samstarf bókasafnsins og grunnskólans tókst einstaklega vel. Krakkarnir völdu skemmtilega kafla til að lesa upp og fengu hrós frá áheyrendum. Á myndinni eru frá vinstri: Hrönn, Halldóra Helga, Sigurlaug Ragna, Patrycja, Tómas Orri, Marjolijn, Margrét Brynja, Dómhildur Ýr og Anna Brynja.


Sigi's boat


Nú í Október hófst samstarf á milli  grunnskólans, tónskólans og Listhúss Fjallabyggðar með verkefni sem kallast Sigi‘s boat. Sigrid Keunen  fiðluleikari frá Belgíu kemur í tónmenntatíma ásamt tónlistarkennara og leggur verkefnið fyrir nemendur. Sigi‘s boat er 4 metra langt tré sem er ekki á sjó heldur inni í kennslustofunni og er í rauninni þrep fyrir nemendur til að búa til sína eigin sögu, semja og skapa tónlist við söguna.  

Í lok október munu nemendur svo sýna afrakstur verkefnisins.

Nánar auglýst síðar.

Á heimasíðu listhússins er hægt að sjá myndir og frekari upplýsingar.


Lestrarátak og heimsókn rithöfundar.

Rithöfundurinn Marjolijn Hof kom í heimsókn til 5. bekkjar í Ólafsfirði. Bekkurinn er að vinna með bók eftir hana sem heitir Minni líkur, meiri von og er í samstarfi við bekk í Hollandi. Í dag, miðvikudag kl.17 lesa nokkrir krakkar úr bókinni á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Marjolijn verður á staðnum og segir frá nýjustu bók sinni.

Hér er Marjolijn með nokkrum nemendum 5. bekkjar.Grunnskólakennara vantar

50% staða grunnskólakennara við Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Kennslugreinar eru íþróttir, sund og dans. Um er að ræða afleysingu vegna forfalla út þetta skólaárið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemur að ráða fleiri en einn grunnskólakennara í stundakennslu. 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum. 
Skólinn starfar samkvæmt Olweusaráætlun gegn einelti og Uppeldi til ábyrgðar. Þá er hafin innleiðing á ART í bekkjarstarfi.

Umsóknarfrestur er 31. október nk.

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma 844-5819 eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir skulu sendar á sama netfang.

headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - Útgáfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya