Grunnskˇli Fjallabygg­ar

FrÚttir

G÷ngum Ý skˇlann.

Í tilefni af átakinu Gengið í skólann hrindum við af stað smá innanskólakeppni, en hún heitir Gengið í skólann/skólabílinn. Þar eru nemendur hvattir til að nota virkan ferðamáta, þ.e. ganga, hjóla o.s.frv. (allt annað en að fá far með bíl). Keppnin hefst næsta mánudag og stendur í tvær vikur, en bekkirnir keppa um gullskóinn á elsta stigi, en í 1.-7.bekk er keppt um gull-, silfur- og bronsskóinn. Vonum við að foreldrar hjálpi til við að hvetja börnin til dáða og að keppnin verði til þess að nemendur temji sér virkan ferðamáta.

Með bestu kveðjum,hreystiteymi grunnskólans

 


Safnafer­ 5. bekkjar Ý Skagafj÷r­


Miðvikudaginn 10. sept fór 5. bekkur í safnaferð í Skagafjörðinn. Byrjað var á að fara í Glaumbæ þar sem við skoðuðum gamla bæinn og alla gömlu munina. Svo var ferðinni heitið á Hóla í Hjaltadal þar sem tekið var mjög vel á móti okkur, við skoðuðum kirkjuna og kirkjuturninn og svo fengum við líka að skoða hesthúsin. Þetta var frábær og fræðandi ferð. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni hér.


Dagur rau­a nefsins


Hér erum við með fínu nefin sem við föndruðum. Við fengum líka fræðslu um hvað við getum gert til að hjálpa börnum úti í heimi.


Lestur er bestur!


Heimsókn 1. og 2. bekkjar á bókasafnið.


headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - ┌tgßfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya