Grunnskˇli Fjallabygg­ar

FrÚttir

Al■jˇ­a skˇlamjˇlkurdagurinn Ý dag

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er í dag og er hann haldinn í fimmtánta sinn víða um heim fyrir tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Í tilefni dagsins bjóða íslenskir kúabændur með aðstoð frá Mjólkursamsölunni öllum leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Á Alþjóðlega skólamjólkurdeginum er vakin athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.


Leiksřningin Halla frß KˇmedÝuleikh˙sinu

 

 

 Leiksýningin Halla frá Kómedíuleikhúsinu

Leikgerð/leikur og dans: Elfar Logi Hannesson, Henna-Riikka Nurmi

 

Leiksýningin Halla frá Kómedíuleikhúsinu

Leikgerð/leikur og dans: Elfar Logi Hannesson, Henna-Riikka Nurmi

Umf Glói varð 20 ára fyrr á þessu ári og í tilefni afmælisins býður félagið 4-9 ára börnum í sveitarfélaginu þessa leiksýningu í samstarfi við Grunnskóla og Leikskóla Fjallabyggðar.

 

Leiksýningin Halla er fyrsti viðburður ljóðahátíðarinnar Haustglæður, sem áður hét Glóð, en að hátíðinni standa Umf Glói og Ljóðasetur Íslands.


 

Halla fjallar um samnefnda stúlku sem býr hjá afa sínum í dálitlu þorpi við dálítinn sjó. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hve mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afinn sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla afastelpan hans einnig. Svo gerist það dag einn að afi segir við Höllu: Þú ert ekki nógu feit það er mér nokkuð kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur sagan á sig ævintýralega mynd en allt fer þó vel að lokum.

Leikritið Halla er byggt á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr. 

 

Sjá nánar á www.komedia.is

Hægt er að sjá myndir frá sýningunni hér.


G÷ngum Ý skˇlann.

Í tilefni af átakinu Gengið í skólann hrindum við af stað smá innanskólakeppni, en hún heitir Gengið í skólann/skólabílinn. Þar eru nemendur hvattir til að nota virkan ferðamáta, þ.e. ganga, hjóla o.s.frv. (allt annað en að fá far með bíl). Keppnin hefst næsta mánudag og stendur í tvær vikur, en bekkirnir keppa um gullskóinn á elsta stigi, en í 1.-7.bekk er keppt um gull-, silfur- og bronsskóinn. Vonum við að foreldrar hjálpi til við að hvetja börnin til dáða og að keppnin verði til þess að nemendur temji sér virkan ferðamáta.

Með bestu kveðjum,hreystiteymi grunnskólans

 


Safnafer­ 5. bekkjar Ý Skagafj÷r­


Miðvikudaginn 10. sept fór 5. bekkur í safnaferð í Skagafjörðinn. Byrjað var á að fara í Glaumbæ þar sem við skoðuðum gamla bæinn og alla gömlu munina. Svo var ferðinni heitið á Hóla í Hjaltadal þar sem tekið var mjög vel á móti okkur, við skoðuðum kirkjuna og kirkjuturninn og svo fengum við líka að skoða hesthúsin. Þetta var frábær og fræðandi ferð. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni hér.


headerheaderheaderheader
Hafa Samband
moya - ┌tgßfa 1.14 2010 - Stefna ehfStefna hef - Moya